Mér finnst alltaf jafn undarlegt að heyra í fólki sem hengir sig í skilgreininguna "sjúkdómur" þegar það talar um fíkn og hangir á hugtakinu eins og heilagri ritningu. Sumir ganga svo langt að nota læknisfræðileg heitið "alcaholicus cronicus" þegar það ræðir áfengisneyslu sína. Eins og þetta sé eins og hver önnur umgangspest sem smitast milli manna. Einu smitin sem ég hef orðið var við í vímuefnamálaflokknum eru félagsleg smit. Orðið "sjúkdómur" getur aldrei verið jákvætt hugtak hvernig sem þú skoðar það eða veltir því fyrir þér. Einstaklingur sem leggur í sjálfsvinnu eftir að hafa þróað með sér fíkn, sama hvað fíknin heitir og er með sjálfsmyndina "ég er sjúklingur, því þetta er sjúkdómur" er bara að gera sér erfitt fyrir. Fíkill undir 18 ára er skilgreindur sem félagslegt vandamál og heyrir því undir félagsmál í kerfinu. Daginn sem fíkillinn verður 18 ára, er hann á sama degi orðinn sjúklingur í kerfinu og heyrir þá undir heilbrygðismál. Þar á bæ eru öll mál skilgreind sem "sjúkdómur" og er hugtakinu troðið inní sjálfsmeðvitund landans í allri umræðu. Margir óvirkir fíklar verða reiðir, þegar ég held þessum hugmyndum úti, að fíkn hafi ekkert með "sjúkdóm" að gera. Ég er oft spurður, hvort mér finnist þeir þá vera aumingjar? Fíklar, virkir eða óvirkir eru stundum svo svart/hvítir í hugsun að ef þetta er ekki "sjúkdómur" þá hlýtur þetta að vera aumingjaskapur. Í mínum huga er það hvorugt, þó svo að virkur fíkill geti hagað sér eins og aumingi, þótt hann sé það alls ekki í grunninn. Ég hef alltaf litið þannig á og aldrei séð annað, hvort heldur þegar ég var virkur eða orðinn óvirkur fíkill, né í starfi mínu með ungum fíklum, að fíkn er undantekningalaust birtingaform á allt öðrum undirliggjandi vanda. Í staðin fyrir að vera alltaf að fókusera á fíknina sjálfa, þarf að finna undirliggjandi orsakir fyrir henni. Af hverju festast sumir í fíkn en aðrir ekki? Af þeirri einföldu ástæðu að víman deifir brotna sjálfsmynd fíkilsins og verður leið hans til að deyfa sig fyrir sársaukanum sem hann upplifir og hvaðan sem hann kemur. Brotinni sjálfsmynd hjá fíklum fylgir alltaf lág tilfinninga-og félagsgreind sem hægt er að efla og um það á meðferð að snúast. Ef þú þú færð einhvern "sjúkdóm" og þar með kallaður "sjúklingur" hættirðu þá að vera manneskja og "sjúkdómurinn" verður sjálfið þitt? Það eru yfir 300 þúsund "sjúklingar" á klakanum í dag, ef maður hlustar í samfélaginu. Getur verið að við séum búin að heyra það svo oft "sjúkdómur þetta og sjúkdómur hitt" að við hreinlega séum farin að trúa því að við séum á einum stað, öll sjúk? Kannski þess vegna, eigum við Íslendingar heimsmet í hinu ýmsu lyfjaáti og þar trónir hæst geðlyfjaát. Ég velti því fyrir mér, bara með því að fara til tannlæknis og láta hreinsa í sér tennurnar er maður kallaður sjúklingur. Feita fólkið í umræðunni eru tómir sjúklingar, en ekki manneskjur sem borða of mikið og eiga erfitt með hætta því. Ég bíð spenntur eftir því, að einhver í hvítum sloppi fer að ræða það opinberlega að samkynhneigð sé "sjúkdómur" og örvhentir jafnvel "helsjúkir" Og landin kemur til með að lepja það hugsunarlaust upp. AD-HD var rætt í útvarpsþætti um daginn sem ég hlustaði á sem sjúkdómur??? Á þetta bull engann endi að taka? Uppruni orðsins "sjúkdómur", á fíkn í alkahol kemur frá Alþóðarheilbryggðisstofn um miðja síðustu öld. Áfengisfíkn var var svo stórt vandamál í hinum vestræna heimi að vandanum var gefið "sjúkdóms" númer hjá stofnuninni. Sem varð til þess að fólk þess tíma fór að opna augun fyrir vandanum og gera eitthvað í málunum. Áður var litið niður á fólk sem varð fíkninni að bráð og orðið "aumingi" gjarnan notað á það og mörgum finnst það enn. Sem betur fer er umræðan í dag um fíkn orðin mun þroskaðri hjá flestum okkar, en sumir eru fastir í hellinum hamrandi á síðustu aldar hugmyndafræði. Ég er einn þeirra sem hef haldið því á lofti að það eigi alls ekki að kalla fíkn, "sjúkdóm" Fyrir utan það að "sjúkdómurinn" hefur aldrei verið sannaður en líkurnar á því að þú verðir fíkill af því að foreldrar þínir eru það, eru miklar. En er það vegna þess að þú ert með "genið" ógurlega eða af því að börn sem alast upp hjá fíklum eru með stórskaðaða sjálfsmynd? Félagslegar rannsóknir sína mun hærri fylgni en líffræðilegar. Doctorarnir við voginn og Kári genaspekúlant hafa eitt mörgum árum saman í það að finna áfengisgenið ógurlega. Gengu svo langt að Persónuvernd sá ástæðu til að slá á puttana á þeim. Allt í lagi með það ef þeir hafa ekkert betra að gera, en að leita að geni, bara til að halda "sjúkdóms" umræðunni til streitu er bara rörsýn og leið til að halda umræðunni eingöngu innan læknastéttarinnar. En hvað ef þeir svo römbuðu á gen merkt alkahol fíkn eða jafnvel gen merkt veiðifíkn? Á þá að leggjast í meiri "sjúkdómspælingar" og þróa lyf við "sjúkdómnum"? Pillur við fíkn verða aldrei annað en nýtt læknadóp, því fíkn er félagslegur og tilfinningalegur vandi. Afi átti bara Bensa, pabbi keyrir ekki annað og ég var að endurnýja minn. Má sjá þetta fjölskyldu thema með Bensinn út frá félagslegu og tilfinningalegu samhengi? Eða er til Bens gen? Sama hvað fíkn maðurinn hefur valið sér til að lifa af, sé ég ekki meininguna í því að klastra orðinu "sjúkdómur" á orsök og afleiðingu þess að vera fíkill. Virkur fíkill notar gjarnan orðið "sjúkdómur" til að þurfa ekki að taka ábyrgð vanda sínum. En Þeir sem eru svo kjarkaðir að þora að takast á við fíkn sína eiga alls ekki að mínu mati að setja það inní sjálfið. Heldur skoða sig út frá því að vera manneskja, sem á eða átti við vanda að stríða. Allt fólk, sem til er í þessum heimi á við einhverskonar vanda að stríða, tímabundið eða varanlega og það hjálpar því nákvæmlega ekkert að skilgreina sig sem "sjúkling" Hættum að persónugera okkur út frá læknisfræðilegum hugtökum eins og t.d. "ég ER offitusjúklingur" Notum heldur orð eins og "ég er manneskja, en er of þung" Sjálfsmynd okkar verður jákvæðari og þar af leiðandi verðum við miklu hæfari til að takast á við það sem er að hrjá okkur hverju sinni.
þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Hugrenningar um sjálfsmynd þjóðar?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)