fimmtudagur, 27. desember 2007

Götusmiðjan og jólin.

Tíundu jól Götusmiðjunnar í fullum gangi og gaman að segja frá því að allir nemarnir sem eru í meðferð hér komust í jól hjá ættingjum í þetta skiptið nema 16 ára stúlka sem flúði heimili sitt og valdi að eyða jólunum með sér miklu eldri kærasta á hóteli í borginni þar sem margt misjafnt fór fram og barnaverndarnefnd hvergi í sjónmáli. Hún skilaði sér þó sem betur fer á tilsettum tíma í meðferðina eins og aðrir.

Jólin eru alltaf súr/sætur tími hér í Götusmiðjunni bæði fyrir starfsfólk og nema. Oft er það svo að einhverjir nemar hafa ekki fjölskyldur til að njóta jólanna með þannig að þau dvelja með starfsfólki sem reynir að gera jólin sem hlýjust með þeim.

Gamlárskvöld er hinum megin við komandi helgi og spennan stig magnast með hverri mínútu þar sem gamlárskvöld er einn af stóru póstunum á árinu í að gleyma sér í doða og alsælu vímuefnanna.

Þrátt fyrir að margt megi betur fara í velferðarkerfi okkar er líka margt sem er gott og vel gert. Ég er þakklátur öllu því fólki sem lagði okkur lið við að gera Götusmiðjuna að raunveruleika og að því öfluga meðferðartæki sem hún er. Um eitt þúsund ungmenni hafa komið til meðferðar hjá Götusmiðjunni síðastliðin tíu ár og er ég hreykinn af því að þau hafa leyft og treyst okkur í að styðja sig til farsællra lífs.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dafabet | Sportsbook & Casino Online Review - KKRG
Read our 2021 review of Dafabet Sportsbook. We look ボンズ カジノ at how their odds work, offer a 다파벳 wide range of betting options, and find out how you can claim your welcome fun88 vin