þriðjudagur, 1. janúar 2008

Eins dauði er annars brauð.

Gleðilegt nýtt ár og megi Guðirnir styðja okkur öll til dáða í ár. Til hamingju tollur og lögga með viðurkenninguna frá 365 miðlum. Ég vil sérstaklega þakka öllum þeim aðilum sem koma að vímuefnatjóninu á hinum endanum með því að styðja fíklana og brotnu einstaklingana í kringum þá til betra lífs fyrir gott samstarf á síðasta ári. Að tolli og löggu ólöstuðum vill oft gleymast í opinberri umræðu það gríðarlega mikla starf sem er unnið af ýmsum aðilum um allt land. Fólk sem dundar sér við innflutning á ólöglegum varningi sér markaðstækifæri í því að samkeppnin sé upprætt. Enda veit ég nokkur dæmi þess að samkeppnin hefur hreinlega komið upplýsingum til réttra aðila til að ryðja samkeppninni úr vegi, eins dauði, annars brauð. Margir sem stunda þessa viðskiptahætti eru langt frá því að vera kjánar þó siðaramminn sé talsvert bjagaður og þess vegna þarf allt samfélagsöryggisnetið að vinna saman. Mín skoðun er sú að leggja mun meiri áherslu á það með samhæfðum aðgerðum að fókusera á að minnka eftirspurnina eftir ólöglegum varningi. Það verður alltaf til fólk sem er tilbúið að taka séns á tolli og löggu til að efnast enda sína dæmin það að miklu meira af efni sleppur í gegn en er tekið svo eru það yfirleitt vanhæfir einstaklingar sem taka að sér burðinn inní landið og sitja svo eftir með dóminn séu þeir teknir.

Engin ummæli: