laugardagur, 19. janúar 2008

Handrukkarinn enn og aftur.

Veit ekki hvort ég á að gráta eða hlæja þegar enn og aftur gamla þreytta umræðan um handrukkara fer af stað og hættir nákvæmlega þegar fjölmiðlar fá leið á henni aftur. Svo líður X tími og gamla þeytta umræðan um vondu handrukkarana og getuleysi stjórnvalda til að takast á við þá byrjar aftur. Ef það á að finna sökudólg sem stendur í vegi fyrir lausninni er það auðvelt og það er að sjálfsögðu getuleysi löggunar og þá aðalega þeirra sem stjórna þar á bæ, eða þeirra sem eru yfir þeim í kerfinu. Löggan á málaflokkin og staðreyndin er sú ef  fólk á að þora að stíga fram og benda á þá sem standa í þessu þarf löggan að vera til staðar og vernda þann sem bendir. Ef ekki, heldur vandinn bara áfram og ástandið versnar ef eitthvað er eins og sagan hefur gjarnan  sýnt okkur. Þeir handrukkarar sem ég hef þekkt til finnst löggan lélegur brandari og varla verðugur andstæðingur því fórnarlambið er alltaf óvarið og auðfundið.


Fyrir um fjórum árum sat ég fyrir framan alsherjarnefnd alþingis og þessi umræða var þar á borðum. Þar sátu nokkrir kerfispappakassar og görguðu allan tímann á fundinum að fólk ætti bara að hringja á lögguna og það væri sko stóra lausninn á þessum leiðindum. Síðan er fjöldi manns búin að hringja í lögguna og hafa svo bara lent í miklu verri málum í höndum handrukkara í kjölfarið.  Ég er einn þeirra sem hef bent fólki á að borga ef það getur því reglulega koma upp mál hjá Götusmiðjunni þar sem  ungt fólk er að jafna sig eftir slæma útreið eftir að handrukkara hafa valtað yfir viðkomandi og fjölskyldu hans/hennar. Þetta er umræða sem ég hef tekið virkan þátt í samfélaginu í mörg ár. En staðreyndin er einfaldlega sú að 63 opinberir starfsmenn við Austurvöll hafa lítin sem engan áhuga á umræðunni hvað þá lausninni. Segi það og skrifa, þetta er jú fólkið sem setur leikreglurnar fyrir kerfið sem á að sinna þessum málaflokki. 

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Handrukkararnir tala allir þannig. Ég lennti í smá máli með svona vitleysinga. Ég kærði það allt saman og lét lögguna alltaf vita. Lögreglan tók mjög hart á þessu og negldi þessa gaura sem pissa í sig ef minnst er á lögguna. Kannski af því málið var alvarlegt og ekki tengt fíkniefnum heldur einskonar tilraun til fjárkúgunar. Það er sorglegt að maður eins og þú sért ennþá haldin þeirri skoðun að yfirvöld séu óvinurinn. Kveðja óvirkur...

Nafnlaus sagði...

Kom til Íslands eftir að hafa búið lengi utanlands og eitt af því sem gerði mig furðandi voru mál/fréttir um handrukkara. Hvernig stendur á því að þetta fyrirkomulag hefur fengið að þróast svona lengi að það virðist vera ómögulegt að koma í veg fyrir það?
Þetta er þó nokkuð ískyggilegt að svona geti gerzt aftur og aftur.
Hvernig væri að koma fram forvörnum í skólum á þann háttinn að virkilega kynna lögréttileg atriði svona athæfis.
Örugglega eru til aðrar leiðir, en kom þetta til hugar sem ein af öðrum leiðum til að sporna á móti svona þróun.

mummi@gotusmidjan.is sagði...

Sæll nafnlaus og óvirkur.

Takk fyrir að deila sögunni þinni og gott að heyra að þú fékkst góða þjónustu þegar á reyndi. Þeir sem öskra hæst eru oftast meinlausir með greind á við skíðaskó og draga sig í hlé ef þeim er mætt og þú lentir greinilega í þeim flokki með þitt mál.

En svo eru það hinir sem eru að alvöru í þessari iðn og eru búnir að komast upp með það lengi að hóta og limlesta fólk. Nauðganir og barsmíðar sem hafa haldið heilu fjölskyldunum í gíslingu með þau skilaboð frá löggunni að hringja ef eitthvað gerist og þá eftir að það hefur gerst því þeir geta ekkert gert fyrr en atburðurinn er yfirstaðinn. Rukkararnir skilja fórnarlömbin eftir lömuð af hræðslu með þeim skilaboðunum ef löggan kemur í spilið komi þeir aftur. Þú ættir kannski að prófa að segja fórnarlömbunum pissusöguna þína?

Yfirvöld eru ekki óvinurinn heldur er getuleysi þeirra við að leysa þessi mál sem og fleiri sem snúa að þessum málaflokki ámælisverð. Það er einmitt getu-og áhugaleysi þeirra sem eiga ábyrgðina og bitnar bara á fólki sem þurfa þjónustu frá samfélaginu. Aðgerðarleysi hefur rústað mörgum sálunum og þar tala ég af langri reynslu.

Kv. Mummi

Jón Garðar sagði...

Þetta er auðvitað rétt hjá þér Mummi.

Linkind og misskilin þolinmæði – sem ég velti stundum fyrir hvort hafi myndast hér vegna mikillar umræðu um frelsi einstaklinga s.l. 20 ár (vegna þrýstings á einkavæðingu). Ísland á að vera „besta land í heimi“ segja sumir – þar sem frelsi einstaklingsins er mest .. og þá kannski líka skúrkanna.

Einn besti mælikvarðinn á frammistöðu stjórnvalda (þingmenn með lögin, embættismenn með framkvæmdina) er öryggi og vellíðan íbúanna – ekki skúrkanna – og þar er einkunnin lág .. og fer lækkandi. Því miður.

Haltu endilega áfram að vekja athygli á þessu Mummi – það eru fáir betri í því.

Jón Garðar

Nafnlaus sagði...

Gott innlegg. Ég þekki þrjár fjölskyldur sem allar gáfu sig á endanum og greiddu skuldina eða féllu frá kæru þar sem yngstu meðlimir fjölskyldunnar voru í of mikilli hættu til að hægt væri að taka áhættu og treysta á að hægt væri að ná í lögguna þegar á þyrfti að halda. Í draumalandi kæra allir og svona menn eru teknir úr umferð. En við búum því miður ekki í draumalandi, enn :-(

Nafnlaus sagði...

Stundum eru handrukkararnir að rukka raunverulega skuld. Ég þekki dæmi um að strákar tæplega tvítugir misstu sig aðeins í rukkinu og komust í blöðin sem forhertir handrukkarar. Í þessu tilfellu meiddu rukkararnir engann en voru hins vegar að rukka peninga sem þeir höfðu lagt út fyrir neyslu þess sem þeir voru að rukka. Er nóg að fara í meðferð til að þurfa ekki að borga skuldirnar sínar??

Ég er alls ekki að réttlæta handrukkara. Dæmin eru til mörg og ljót sem eiga sér enga réttlætingu. En stundum eru aðrar hliðar á málunum. Í dæminu sem ég nefndi hér fyrir ofan átti skuldarinn sannarlega að borga - hann fékk lán sem hann var ekki búinn að greiða. Og málið átti ekkert erindi til fjölmiðla. Málið átti hins vegar erindi til lögreglunnar sem kom á staðinn og ræddi við einum of ákafa strákana sem stóðu í rukkinu. Ég á ekki von á að þeir haldi uppteknum hætti. Ef þeir hins vegar gera það vona ég að lögreglan taki þá föstum tökum.

landowbackus sagði...

Is Casino Review or a Scam? CasinoDaddy.com | DrmCd
CasinoDaddy.com is an honest review of CasinoDaddy.com. 계룡 출장마사지 Read 통영 출장샵 honest 정읍 출장마사지 and unbiased CasinoDaddy.com 남원 출장샵 casino review. 의왕 출장샵