fimmtudagur, 6. desember 2007

Sagan af Sveini.

Sveinn (skáldað nafn) var á átjánda ári þegar hann kemur fyrst til meðferðar í Götusmiðjuna sem var hið besta mál miðað við stöðuna á honum þá. Sveinn var búinn að misnota hina ýmsu vímugjafa í nokkur ár og var orðin mjög tilfinninga og líkamlega þjáður af vímuefnanotkun og átröskun hjálpaði ekki. Hann hafði búið á götunni meira og minna í nokkur ár fyrir utan sex mánaðar tímabil sem hann bjó hjá fullorðnum manni sem sá honum 16 ára gömlum fyrir vímuefnum og húsaskjóli í skiptum fyrir kynlíf.

Það er algengt með börnin okkar sem enda á götunni að þau selji sig til að lifa af eða skipta á kynlífi og húsaskjóli. Einnig eru þau öll komin á kaf í afbrotaheiminn þar sem þau eru iðurlega misnotuð á ýmsa vegu. Oftast er það svo að börnin sem velja að búa á götunni eru að flýja ömurlegt ástand heima fyrir eða búin að koma sér út úr húsi vegna vímuefnaneyslu og afbrota.

Sveinn missti annað foreldri sitt ungur og hitt misnotaði hann og sistkyni hans. Hann var svo“alin” upp af fósturforeldrum sem voru kannski ekki þeir hæfustu í hlutverkið vegna drykkju. Sveinn var vistaður í Götusmiðjunni á vegum Barnaverndar RVK eins og öll börn undir 18 ára aldri sem koma frá RVK.

Sveinn varð 18 ára í meðferðinni og við það slitnuðu öll tengsl hans við Barnavernd RVK og málin færðust yfir á Féló í RVK. Þá skilgreindur sem fullorðinn maður og átti að bjarga sér sjálfur eins og aðrir nema hvað Sveinn var engan vegin fær um það.

Fljótlega í meðferðinni kemur í ljós að hann á við geðræn vandamál að stríða ofan í allt annað sem hann var að kljást við. Geðveilan kom ekki í ljós fyrr en víman rann af honum.

Eftir kast sem Sveinn fékk í meðferðinni fer hann inní geðbatteríið og fær greiningu og lyf sem áttu að hjálpa honum sem þau og gerðu.

Hann kemur aftur í Götusmiðjuna til að klára meðferðina sem hann gerir eftir 12 mánaða vist. Sveinn er jákvæður, glaður og er orðinn spenntur að takast á við lífið þarna úti og búin að skrá sig í nám og tilbúinn til þess að okkar mati. En þá fyrst byrjar bullið endalausa. Eltingaleikur við félagsráðgjafa eftir félagsráðgjafa en það var á þessum tíma stöðugt verið að færa málið hans milli borða en í upphafi meðferðar var öllum hjá Barnavernd og Féló fyllilega ljóst að hann væri það illa staddur félagslega að gatan beið hans ef ekkert yrði að gert.

Þá kom getuleysi Féló og borgarinnar berlega í ljós í þessum málum því niðurstaða var eftir allan eltingarleikinn að senda hann á áfangaheimili þrátt fyrir hávær síendurtekin mótmæli okkar í Götusmiðjunni. Þar sem Sveinn átti við geðræn vandamál að stríða þurfti hann og þarf meiri og þéttari þjónustu en ella.

Reynslan hefur kennt okkur að hefðbundin áfangaheimili henta engan vegin þessu unga fólki sökum þess hvað það er lítil þjónusta til staðar. Enda eru þessi áfangaheimili ekki hugsuð fyrir ungmenni en þau eru ítrekað sett þar niður þrátt fyrir að þau séu hugsuð fyrir fullorðið og meira sjálfbjarga fólk.

En Féló RVK í úrræðaleysi sínu setur hann samt á áfangaheimilið og hann endar í herbergi með fullorðnum manni sem er í bullandi neyslu. Sveinn flýr út á götu í óttakasti undan herbergisfélaganum og hættir að taka lyfin sín og endar fljótlega aftur inná geðdeild í mjög slæmu ástandi. Geðlæknir þar sækir um að hann fái að koma aftur til meðferðina hjá Götusmiðjunni eftir að hann var búin að lenda honum í annað sinn með lyfjum.

Rúmum þremur árum síðar er Sveinn orðinn 21 árs gamall og er enn hjá Götusmiðjunni að bíða eftir að Féló í RVK finni varanlega lausn á húsnæðisvanda þessa flotta stráks svo hann eigi möguleika á farsælu lífi.

Það er lögboðin skilda sveitarfélaga að sjá um eftirfylgni eftir meðferð. Saga Sveins er alls ekkert einsdæmi þegar kemur að því að finna þessum krökkum viðunnandi búsetu. Greinaritari er búinn að tala við flesta ráða-og embættismenn borgarinnar síðastliðin 14 ár sem hafa með félagsmál að gera og rætt þar vanda Sveins og allra hinna ungmennanna sem þurfa hjálp. Jú, við höfum alltaf verið algerlega sammála um það að ástandið sé gersamlega óviðunnandi en Sveinn bíður hér enn, nokkrum árum síðar.

Reynsla Götusmiðjunnar og ég veit fleiri meðferðarstofnanna er að Reykjavíkurborg sem er stærsta og ríkasta sveitarfélagið á landinu stendur sig “by far” langverst af öllum sveitarfélögum landsins í að sinna börnunum okkar út í lífið eftir meðferð. Döpur staðreynd þar sem Reykjavíkurborg er að spara stóra peninga á því að þessir krakkar nái fótfestu í lífinu ef þessi umræða á eingöngu að snúast um peninga eins og gjörðir embættismannana og pólitíkusana sýna.

7 ummæli:

Barbatus sagði...

Satt segi þú, Mummi. Eg á dóttir sem fór í ruglið fyrir 20-og eitthvað árum. Eg náði henni aftur, en það var ekki fyrir einhverja hjálp frá hinu opinbera. Kannski vorum við bara heppin að þurfa ekki að berjast við kerfið. Eg er ómenntaður verkamaður, hertur í eldi reynslunnar, eins og eg held að þú sért. En hvers vegna geta ráðamenn ekki séð vandann? Eru þau ofvernduð í sínum fílabeinsturnum?
Eg, af mínum skammt skornu launum, læt litla fjárhæð renna til þinnar starfsemi í hverjum mánuði, minnugur þeirra erfiðu tíma og svefnlausu nátta sem eg átti þegar minn frumburður var á refilstigu.
Í dag er hún kennari!

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það, einhvern tímann heyrði ég að það að koma einstaklingi á rétta braut sé hreinlega góð fjárfesting? Þeas. að leggja pening í að koma Sveini á beinu brautina sé þjóðhagslega hagkvæmt. Eða eru of margir sem eru í vítahringnum sem koma í veg fyrir það að "hið opinbera" sjái hag sinn í að styðja þessa einstaklinga á réttan hátt?

Nafnlaus sagði...

Ég les þetta og fæ tár á augun af sorg og reiði fyrir hönd Sveins.

Nafnlaus sagði...

sorglegt en satt .....

Nafnlaus sagði...

Mæltu manna heilastur Mummi! Náfrænka mín ein á dóttur sem á fermingaraldri var komin í tómt bull og var greind með geðraskanir. Þjónustan sem barnir fékk hér á landi var af þeim flokki að hún tók sig upp og flutti með dóttur sína til Svíþjóðar þar sem frábær aðstoð bauðst. Núna 7 árum síðar eru svíar búnir að útskrifa stelpuna úr sínu kerfi og hún fúnkerar fínt sem eðlilegur einstaklingur sem ber ábyrgð á sínu lífi. Það er alveg kýrskýrt að með óreglulegum 2ja - 3ja vikna innlögnum á Bugl hefði þessi stelpa farið beinustu leið eitthvert sem ég vil ekki hugsa mér. En þetta kostaði móðurina að fórna góðu starfi á íslandi og að skilja annað stálpað barn eftir hér heima. Hvers vegna er ekkert kerfi sett upp hérna? Það hlýtur að vera ódýrara en að vera sífellt að redda eftir að í óefni er komið.

Vona að Sveinn fái lausn sinna mála og fái að njóta þess sem hann getur í lífinu.

lamyayantz sagði...

3M gold vinting gold vinting gold vinting gold
3M titanium muzzle brake gold vinting gold vinting gold The titanium wedding band sets silver vinting titanium blade has an angle of 50° at aftershokz titanium the angle of 0.2° while the gold apple watch titanium VINTING is a

mcsele sagði...

xe615 klekthrvatska,kickscrew finland,stockx saudi arabia,rieker buty męskie,goat españa,kickscrew jordans,flightclubdanmark,Rieker japan ,goat sneakers and apparel xe132